Út

Ég er hætt þáttöku í þessari senu til frambúðar, hef ekkert að gera þarna ef maður er stimplaður og afgreiddur fyrir það eitt að draga sig að ákveðinni manneskju sem er svo sannarlega milli tannanna á fólki. Það ágæta traust sem fólk hefur borið til mín og velvild virðist hverfa eins og dögg fyrir sólu. Í staðinn er maður útmálaður sem málpípa einhvers ásamt ýmsu öðru sem særði mig virkilega mikið.

Það fyllir mig mikilli sorg að gera þetta, en ég vil ekki taka þátt í ef það þýðir að ég skapa mér með því óvild, óvini eða vantraust án þess að hafa gefið tilfefni til annað en að vekja máls á hlutum sem merkilega margt fólk í senunni hugsar um á sama hátt.

Ein athugasemd

  1. SM said,

    maí 1, 2008 kl. 10:33 e.h.

    Ég legg eindregið til að þú endurskoðir hug þinn til þessa. Ég veit ekki hve mikið senan og fólkið í senunni hefur gefið þér á undanförnum árum. En miðað við síðustu færslur hjá þér þá hefurðu upplifað dásamlegar stundir… amk af og til. Ég fullyrði fullum hálsi að þeir í senunni sem þekkja þig, bera til þín fullt traust og velvild eru mun fleiri heldur en þeir sem vilja klekkja á þér. Með því að draga þig út úr senunni vegna þessa er einfaldlega að láta þessi neikvæðu öfl stjórna lífi þínu.


Færðu inn athugasemd