Af áhorfendapöllunum.

Ég blogga sjaldan hér. En nú er lag.

Að fylgjast með þeim ótrúlega farsa sem hefur einkennt senuna seinustu daga hefur bæði fengið mig til að hlægja og reiðast yfir einstökum hroka fólks, þrjósku, valdníðslu og rætni.

Allt þetta mál varðandi UFSM, Fetishiceland vefinn og BDSM á Íslandi færir manni hroll yfir því að í stjórnum félaga og vefja sé fólk sem virðist nokk sama þó senan klofni í tvennt, allt vegna einnar manneskju sem var beðin kurteisislega um að mæta ekki í eitt partý. Leiðinlegt hvernig það upphófst, en viðbrögð BDSMÍ og FI virðast á ógurlega tilfinningafylltu plani þar sem engin rökvísi og sáttahugur er fyrir hendi.

Í raun snýst þetta dramaleikrit ekki lengur um þessa áðurnefndu manneskju, heldur annarsvegar offors og tilfinningaþvögu formanns eins félags og þeirra einstaklinga sem formaðurinn hefur blekkt í þeirri tilraun sinni að gera fólk að skrímslum, og hinsvegar hræðslu vefstjórnanda við að missa stjórnina á brúðuleiknum sínum. Undirförul pólitík, leynimakk og tilraunir til ritskoðunar og útilokunar á hópum fólks tilheyra venjulega fasista og einveldum.

Svo er það í raun magnað að Fetishiceland sem amk á yfirborðinu var opin vettvangur skoðanaskipta og fræðslu hefur varpað af sér sauðagærunni sem hulið hefur allan ljótleikann. Kominn er fram afar ritskoðaður vefur þar sem fátt annað en happy happy joy textar fá að vaða uppi til að drekkja á sem bestan hátt sannleikanum sem fólk vill frá fram í öllum þessum farsa. Fáir vefstjórnendur eru eftir (aðrir verið bannaðir eða hætt sjálfir)nema kjarninn sem ákvað að gera höfnun eins manns úr teiti að stríði milli BDSM, FI annarsvegar og UFSM hinsvegar.

Á svona stundum er maður nokk sáttur við að vera ekki hluti af þessu sorglega leikriti. Reynið nú að taka á málunum með vit í kollinum og draga höfuðin úr rassgötum, leita sátta og helst ekki á bakvið einhver tjöld.

Ein athugasemd

  1. metis said,

    september 13, 2008 kl. 2:03 f.h.

    Þú þekkir mig ekki neitt, en Vá, ég villtist inná síðuna þína, og ég varð að kommenta hjá þér. Þar sem þú segir frá í „um mig“ dálkinum finnst mér vera frábært, það er sál í skrifunum þínum á persónulegum nótum, hvort sem ég villist aftur hér inn af rælni, þá vona ég innilega að þú fáir og náir að njóta þín í öllu þínu veldi!
    (Einnig finnst mér frábært og merkilegt að þú skulir tala um þig sem Hrafn. (raven) hef mikið dálæti á Hröfnum.)


Færðu inn athugasemd