Draumar seinustu nætur.

Púff ég veit varla hvernig ég á að mér að vera þennan sunnudag eftir viðburðarríka drauma næturinnar.
Ég einfaldlega dreymdi að ég væri komin í kvenlíkama, var ung stúlka á leið í matarboð ásamt móður minni. Það undarlega var að ég var búin að umbreytast, var í láns fötum sem pössuðu ekki alveg á mig (og voru bara asnaleg). Ég mætti í matarboðið og hitti fyrir fólk sem þekkti mig, og vissi hvað var í gangi en var svo gersamlega sama eða fannst þetta bara jafn eðlilegt og að láta fjarlægja í sér botnlangann.
Sjálfri fannst mér þetta skrýtið en frábært, ég fengi að upplifa það að vera þetta kyn að fullu.

Mig langar að upplifa það hvernig það er að vera kona en vil ekki breyta mér. Kannski vegna þess hversu hrikaleg og óafturkræfanleg þessi breyting yrði, endalausar skurðaðgerðir, hormónvitleysa (sem vísindamenn hafa svo fundið út að geti ollið krabbameini) ofl sem fólk velur aðeins ef hugurinn er algerlega viss um að hann sé í vitlausum líkama.
Ef hlutirnir væru einfaldari, mun einfaldari og afturbreytanlegir, þá myndi ég kannski hugsa málið upp á nýtt.

Hver vill svo ráða í þetta? :-S

hjg2.jpg

2 athugasemdir

  1. Latex Girl said,

    mars 11, 2008 kl. 11:48 e.h.

    Ég hugsaði eitt sinn sjálf (löngu áður en The Matrix kom út) að tölvuleikir framtíðarinnar yrðu þannig að fólk gæti brugðið sér í gervi og hugarástand hvers sem er. Það sem þú nefnir yrði einmitt eitt slíkt prógram.

    Finndir til sömu tilfinninga, langana og upplifunar eins og sú vera sem þú veldir þér.

    Þetta yrði þó hæglega sterkara ‘fíkniefni’ en nokkurt það sem þekkt er í dag.

  2. Sandra said,

    apríl 12, 2008 kl. 10:46 f.h.

    Sjúkk ……. fann loksins bloggið þitt …….. en bottninn í drauminn er auddað „þú ert að verða ólétt“ farðu varlega í kynlíf þennan mánuðinn 😉


Færðu inn athugasemd