Þögn

Ég hef ekkert bloggað í rúman mánuð, enda ekki haft ástæðu til. Ýmsar ástæður liggja að baki, stífla, leiði, engin þörf til að tjá mig frá þessari hlið undanfarið. Ég hélt í smá tíma að ég væri að ganga í gegnum hálfgert tímabil á ný eins og í fyrra þar sem ég dressaði ekkert í marga mánuði. En ég held bara að svo margt annað fylli huga minn þessa dagana. Síðan er erfitt að eiga við sífellt þunglyndi sem er alltaf til staðar í mismiklum mæli.

Það er þó gaman að endurupplifa þau seinustu skipti sem ég hef klætt mig upp og verið eðal fólks, hversu æðislegt það var, æsandi.

Afmæli BDSM.is í janúar þar sem ég spókaði mig um í glænýjum stígvélum, partíið í desember þar sem ég hreinlega týndi karllægum hlutanum af mér andlega

heilt kvöld. Freakout þar sem ég kom fram í fyrsta skipti meðal fólks í rúmt ár.

Good times. 🙂

En já, þögn hjá mér undanfarið, ekki af völdum ballgag því miður híhí. 🙂

(afsakið uppsetninguna á færslunni, vafrarinn minn er með stæla)

Ein athugasemd

  1. Latex Girl said,

    apríl 26, 2008 kl. 12:28 f.h.

    Leitt að heyra ef þú átt við þunglyndi að stríða. Ertu eitthvað að leita þér hjálpar?
    Ég vona amk að þú getir blómstrað eins og sumar færslurnar þínar gefa í skyn.


Færðu inn athugasemd