Bíðandi

Allt eða ekkert.

Ég hef oft hugsað út í það hvernig fólk tekur mér sem klæðskiptingi, hvernig það myndi taka mér, ættingjar, vinir, vinnufélagar, fólk sem ég þekki ekki hætishót. Ég fyllist ekkert endilega bjartsýni yfir því, og hugsa meira um það hversu illa þau myndu taka því. En kannski mála ég skrattann á vegginn, vonandi. Hvað ef maður væri hommi í staðinn?

Þetta er allt fólk sem maður umgengst mismikið og stundum mislítið. En hvað með förunaut? Hvernig útskýrir maður líf sitt fyrir honum og hættir á að enda sambandið?

Ég hef lengi verið afar smeyk við að tengjast konu svo mikið að ég þurfi að deila slíku leyndarmáli sem Linda þarf því miður að vera. Hvernig veit ég nema hún bregðist ekki illa við og hverfi? Hvað ef hún heimtar hömlur eða málamiðlanir svo hún þurfi ekki að sjá Lindu eða hugsa um? Ég myndi aldrei vilja fela þetta líf mitt, það myndi bara skaða mig illa að innan. Ég læt heldur ekki hefta mig. Þessvegna hef ég hingað til forðast að fara út í neitt alvarlegt.

Ég tengdist þó einni konu, sem varð mín mistress, og ég þræll hennar. Hún átti mig, kenndi og nærði. En ég var ætíð óviss um það hvað henni fyndist í raun um mig sem Lindu. Var henni sama? Reyndi hún að leiða þetta hjá sér því hún vildi lítið af þessu vita?

En málið var að hún vissi vel hversu mikill partur af sálarlífinu þetta er hjá mér, partur sem var á endanum notaður gegn mér sem gulrót á stöng. Og stönginni var ekkert slakað.

Og þessa dagana forðast ég jafnvel að tengjast náið fólki sem veit nú þegar af þessari hlið minni, ég er eflaust að venjast því að vera ein á báti eftir að hafa verið svo háð andlega þeirri drottnandi konu sem átti mig. Ég er óörugg með sjálfa mig og álit fólks á mér.En, ég vil vera náin einhverri, deila með henni tíma og stað, verða hrifin og kannski finna ást aftur, hlæja með, kúra, fíflast í, deila með dýpstu leyndarmálum (hopeless romantic, I know), eiga æðislegt kinký kynlíf og BDSM.

En ekki ef hún vill ekkert af Lindu vita.

Andlega södd og sæl

Þessi helgi var alveg hreint æðisleg! Ég flögraði um, tja eins mikið og ég get á háum pinnahælum. 😛  Stígvélin voru frábær, ekkert auðveld og von bráðar plagaði sársaukinn mig. En ég lét mig hafa það, because beauty is pain.

Svo fékk ég að leika módel í smá tíma, gekk um og pósaði á meðan fær ljósmyndari smellti af í gríð og erg. Mér leið eins og algerri dömu, settist í sófa eins og svört kisa á meðan fleiri myndir voru teknar. 🙂

Í það heila var þetta kvöld og nóttin ljúf og þægileg (fæturnir mótmæla því reyndar), frelsandi og full af fryggð. Æðislegt fólk sem maður fékk að umgangast, hvert eitt og einasta. Andrúmsloft sem bauð okkur öll velkomin með okkar fantasíur og fetish. Gististaðurinn var geggjaður og móttökurnar upp á tíu.

Það eina sem skorti tilfinnanlega, voru bindingar. Mig langaði í endalausar bindingar, vera kefluð og misnotuð.

Kannski næst.

Frelsi til að vera maður sjálfur.

Mig er farið að kitla allverulega í að brjótast út næstu helgi, út úr þessari skel sem ég klæðist alla daga fyrir venjulega fólkið.  Þó ég sé ekki farin að setja ofan í tösku þá hef ég alla þessa viku hugsað um fátt annað en þetta hótelteiti. 🙂

?

Er ég tilbúin?

Hver er ég?

Ég svaraði því í raun fyrir þónokkru eftir mörg óvissuár. En ef þú lesandi vilt vita það þá geturðu kíkt á hlekkinn ,,Um mig“ hérna til vinstri.

Í raun er ég stolt af því að vera sú sem ég er.

Hver vill geyma lyklana? *blikk* :-)

Boots

Hversu sjóðheit eru þessi stígvél?

Eða þessi.

Og hversu æðislegt er það að eiga svona pör. Ég fékk þau í dag og er búin að missa mig algerlega í að máta.

Get ekki beðið eftir því að prófa þau almennilega á röltinu, verð alger drottning… 😀

Jafnvel þó ég væri í sal fullum af fólki þá myndi einmanaleikinn nísta inn að rótum, og hjartslátturinn kulna í bergmálinu.

Ég ætti að reyna að horfa fram á veginn, en hvar er vegurinn?

« Older entries Newer entries »