Upprisa


Hæ!
Er ekki málið að endurlífga þetta blogg svona fyrst það eru komin tæplega 4 ár síðan seinast?

Það hefur ekki mikið gerst þannig séð á þessum árum svo ég segi satt. Reyndar breyttist eitt varðandi nafn mitt. Linda er ekki lengur til en í staðinn kom Victoria! Ákveðin og glamorous gella sem elskar pinnahæla, shiny og glittery föt og korsett, vill blómstra í stað þess að vera inni í sér og feimin.

 


Ég hef ekki gert reyndar mikið af því að blómstra undanfarið. Fáein partý, smá dúllerí heima, og eitt Halloween partý fyrir 2 árum sem var æðisleg leið til að njóta sín á meðal fólks sem er ekki hluti af einhverri afskekktri senu.

Ég er enn hérna og stefni á að sýna mig meira!

Af áhorfendapöllunum.

Ég blogga sjaldan hér. En nú er lag.

Að fylgjast með þeim ótrúlega farsa sem hefur einkennt senuna seinustu daga hefur bæði fengið mig til að hlægja og reiðast yfir einstökum hroka fólks, þrjósku, valdníðslu og rætni.

Allt þetta mál varðandi UFSM, Fetishiceland vefinn og BDSM á Íslandi færir manni hroll yfir því að í stjórnum félaga og vefja sé fólk sem virðist nokk sama þó senan klofni í tvennt, allt vegna einnar manneskju sem var beðin kurteisislega um að mæta ekki í eitt partý. Leiðinlegt hvernig það upphófst, en viðbrögð BDSMÍ og FI virðast á ógurlega tilfinningafylltu plani þar sem engin rökvísi og sáttahugur er fyrir hendi.

Í raun snýst þetta dramaleikrit ekki lengur um þessa áðurnefndu manneskju, heldur annarsvegar offors og tilfinningaþvögu formanns eins félags og þeirra einstaklinga sem formaðurinn hefur blekkt í þeirri tilraun sinni að gera fólk að skrímslum, og hinsvegar hræðslu vefstjórnanda við að missa stjórnina á brúðuleiknum sínum. Undirförul pólitík, leynimakk og tilraunir til ritskoðunar og útilokunar á hópum fólks tilheyra venjulega fasista og einveldum.

Svo er það í raun magnað að Fetishiceland sem amk á yfirborðinu var opin vettvangur skoðanaskipta og fræðslu hefur varpað af sér sauðagærunni sem hulið hefur allan ljótleikann. Kominn er fram afar ritskoðaður vefur þar sem fátt annað en happy happy joy textar fá að vaða uppi til að drekkja á sem bestan hátt sannleikanum sem fólk vill frá fram í öllum þessum farsa. Fáir vefstjórnendur eru eftir (aðrir verið bannaðir eða hætt sjálfir)nema kjarninn sem ákvað að gera höfnun eins manns úr teiti að stríði milli BDSM, FI annarsvegar og UFSM hinsvegar.

Á svona stundum er maður nokk sáttur við að vera ekki hluti af þessu sorglega leikriti. Reynið nú að taka á málunum með vit í kollinum og draga höfuðin úr rassgötum, leita sátta og helst ekki á bakvið einhver tjöld.

Caught in the act…

Það er óviðjafnalega spennandi að vera gripin að verki við að gera eitthvað dónalegt, eins og að klæða sig upp og binda sig við stól, meðal annara fata í níðþröngu satín-legu pilsi sem maður átt ekki en fer manni fáránlega vel, og með latex hettu á höfðinu. Það er enn betra þegar þú sérð mig er þú kemur heim, brosir kankvíslega og nýtir þér tækifærið til að misnota bundna stúlkuna. 🙂

Unaðsleg þreyta.

Ég held að þessi annar í Hvítasunnu sé fullkominn afslöppunardagur.

Seinasta nótt var svo sjóðandi heit og geggjuð, morguninn og allt sem fylgdi á eftir, úff.

Það er eitthvað æðislegt við að horfa á konu breyta hreinlega um augnlit er hún nýtur sjálfrar sín og kemst nær hámarki.

Það er eitthvað svo æðislegt að hleypa algerlega að kvenlegu hliðinni á sér í návist manneskju sem dáist og hlúir að manni sama hvora hliðina hún sér og hvernig sem hlutirnir fara.

Það er eitthvað svo æðislegt að finna til algerrar slökunar í návist þessarar sömu manneskju þannig að við verðum eins og tveir munúðarfullir kettir liggjandi uppí rúmi.

Mjámjá.

Út

Ég er hætt þáttöku í þessari senu til frambúðar, hef ekkert að gera þarna ef maður er stimplaður og afgreiddur fyrir það eitt að draga sig að ákveðinni manneskju sem er svo sannarlega milli tannanna á fólki. Það ágæta traust sem fólk hefur borið til mín og velvild virðist hverfa eins og dögg fyrir sólu. Í staðinn er maður útmálaður sem málpípa einhvers ásamt ýmsu öðru sem særði mig virkilega mikið.

Það fyllir mig mikilli sorg að gera þetta, en ég vil ekki taka þátt í ef það þýðir að ég skapa mér með því óvild, óvini eða vantraust án þess að hafa gefið tilfefni til annað en að vekja máls á hlutum sem merkilega margt fólk í senunni hugsar um á sama hátt.

Þögn

Ég hef ekkert bloggað í rúman mánuð, enda ekki haft ástæðu til. Ýmsar ástæður liggja að baki, stífla, leiði, engin þörf til að tjá mig frá þessari hlið undanfarið. Ég hélt í smá tíma að ég væri að ganga í gegnum hálfgert tímabil á ný eins og í fyrra þar sem ég dressaði ekkert í marga mánuði. En ég held bara að svo margt annað fylli huga minn þessa dagana. Síðan er erfitt að eiga við sífellt þunglyndi sem er alltaf til staðar í mismiklum mæli.

Það er þó gaman að endurupplifa þau seinustu skipti sem ég hef klætt mig upp og verið eðal fólks, hversu æðislegt það var, æsandi.

Afmæli BDSM.is í janúar þar sem ég spókaði mig um í glænýjum stígvélum, partíið í desember þar sem ég hreinlega týndi karllægum hlutanum af mér andlega

heilt kvöld. Freakout þar sem ég kom fram í fyrsta skipti meðal fólks í rúmt ár.

Good times. 🙂

En já, þögn hjá mér undanfarið, ekki af völdum ballgag því miður híhí. 🙂

(afsakið uppsetninguna á færslunni, vafrarinn minn er með stæla)

Draumar seinustu nætur.

Púff ég veit varla hvernig ég á að mér að vera þennan sunnudag eftir viðburðarríka drauma næturinnar.
Ég einfaldlega dreymdi að ég væri komin í kvenlíkama, var ung stúlka á leið í matarboð ásamt móður minni. Það undarlega var að ég var búin að umbreytast, var í láns fötum sem pössuðu ekki alveg á mig (og voru bara asnaleg). Ég mætti í matarboðið og hitti fyrir fólk sem þekkti mig, og vissi hvað var í gangi en var svo gersamlega sama eða fannst þetta bara jafn eðlilegt og að láta fjarlægja í sér botnlangann.
Sjálfri fannst mér þetta skrýtið en frábært, ég fengi að upplifa það að vera þetta kyn að fullu.

Mig langar að upplifa það hvernig það er að vera kona en vil ekki breyta mér. Kannski vegna þess hversu hrikaleg og óafturkræfanleg þessi breyting yrði, endalausar skurðaðgerðir, hormónvitleysa (sem vísindamenn hafa svo fundið út að geti ollið krabbameini) ofl sem fólk velur aðeins ef hugurinn er algerlega viss um að hann sé í vitlausum líkama.
Ef hlutirnir væru einfaldari, mun einfaldari og afturbreytanlegir, þá myndi ég kannski hugsa málið upp á nýtt.

Hver vill svo ráða í þetta? :-S

hjg2.jpg

Útivist er holl. :-P

Outdoor bondage, eða útibindingar. Ég hef prófað þetta amk þrisvar, eða fjórum sinnum reyndar því fjórða skiptið var fyrir 2 dögum.
Í öll skiptin voru þetta sjálfsbindingar, einfaldar þar sem ég skil eftir á stað A langt í burtu lykil að handjárnum eða ólum. Fer síðan á stað B, kefla mig og festi hendur fyrir aftan bak. Síðan tekur við góður spölur að frelsinu. Og maður er ekkert endilega að flýta sér. 😉
Gangan er full af æsingi, ég finn kaldan blæinn leika um netsokkaklædda fótleggina undan þröngum kjólnum. Korsettið fastreyrt ýkir mjaðmahreyfingar mínar, ég anda ótt og títt með nefinu því ballgag fyllir upp í munninn. Pinnahælastígvél hægja á göngu minni og ég stoppa stundum, bara til að hlusta á þögnina og eigin andardrátt.

Staðurinn sem ég valdi mér var ansi sniðugur, ekkert svo afsíðis og í raun nálægt miðju borgarinnar, gef hann ekkert upp híhí.

En þó þetta sé rosalegt kikk þá er þetta eins og aðrir sóló leikir ekki eins gaman og að leika með öðru kinký fólki. Þegar ég leik mér ein þá er valdið mín megin (þó ég færi það aðeins til), en með öðrum þá tekur viðkomandi valdið af mér og stjórnar. 🙂

335383904_ab12f6788a.jpg

S&H

Aldrei hélt ég að ég ætti eftir að enda í Séð & Heyrt, þann snepil, en… Í umfjölluninni um árshátíð BDSM á Íslandi þá eru ansi magnaðar myndir (tvær þeirra teknar af mér), og þó því miður hafi þurft ða setja einhvern flennistóran texta yfir, þá sést í fótleggi sem pottþétt engan grunar að tilheyri öðru en kvenmanni. 😛

Það er styst frá því að segja að þessi helgi var geggjuð, vildi geta endurtekið þetta aftur.

Já ég blogga sjaldan, bara ekkert að gerast þessa dagana. :-/

Sjaldan fellur eplið…

Sem strákur þá heyri ég það oft að ég sé líkur móður minni.

Sem Linda sé ég það aftur og aftur hvað ég líkist móður minni ennþá meira, andlitssvipur, svipbrigði ofl.

Ef það er einhver manneskja sem ég myndi mest vilja tjá mig frjálst um í sambandi við líf mitt sem transgender, segja henni frá Lindu, og þrá að hún tæki mér opnum örmum, þá væri það móður mín því ég lít upp til hennar og elska afar heitt.

« Older entries